Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi.
Ásdís setti Íslandsmetið í fyrstu grein í kastþraut í Svíþjóð þar sem hún er búsett.
Hún kastaði 16,53 metra og bætti Íslandsmet Guðbjargar Hönnu Gylfadóttur sem hafði staðið frá 1992.
Íslandsmet Guðbjargar Hönnu var 16,33 og Ásdís bætti það því um 20 sentímetra. Hún hafði áður lengst kastað 16,08 metra í kúluvarpi.
Ásdís á núna bæði Íslandsmetið í kúluvarpi innan- og utanhúss. Íslandsmet hennar innanhúss er 15,96 metrar.

