Arion segir upp 100 manns Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 09:07 Starfsmenn Arion banka söfnuðust saman í gluggum höfuðstöðvanna í Borgartúni þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland á dögunum. Vísir/Vilhelm Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Sem liður í skipulagsbreytingunum verður 12 prósent starfsmanna sagt upp, eða um 100 manns. Þar af starfa um 80% í höfuðstöðvum bankans og um 20% í útibúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum, þar sem sagt er að skipulagsbreytingarnar muni hafa jákvæð áhrif á rekstur Arion. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans með það að markmiði að einfalda starfsemina. Talið er að uppsagnirnar muni kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að áætlað sé að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa muni fyrst gæta fyrstu afkomu næsta árs. Erfiður dagur „Þetta verður erfiður dagur en við kveðjum í dag hæft og gott samstarfsfólk sem ég efast ekki um að muni láta að sér kveða á nýjum vettvangi,“ er haft eftir bankastjóra Arion banka, Benedikt Gíslasyni. Hann sendi starfsmönnum póst í morgun vegna uppsagnanna. Í tilkynningu Arion segir að Vinnumálastofnun hafi verið gert viðvart. Í samtali við Vísi í morgun sagði sviðsstjóri hjá stofnuninni að uppsagnirnar hafi ekki verið komnar inn á þeirra borð fyrir lokun skrifstofunnar í gær. Því megi ætla að þetta hafi verið tilkynnt í nótt eða snemma í morgun. Þrátt fyrir uppsagnirnar segir í tilkynningu Arion að grunnstefna bankans sé óbreytt og að bankinn muni áfram veita fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta. Meginbreytingin felist í að starfsemi fjárfestingabankasviðs færist á tvö ný svið, annars vegar markaði og hins vegar fyrirtækja- og fjárfestingabankasvið.Benedikt Gíslason tók við starfi bankastjóra Arion banka fyrr á þessu ári.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRBenedikt bankastjóri segir í tengslum við uppsagnirnar að ljóst hafi verið að rekstrarkostnaður bankans hafi verið of hár. Skipulag bankans hafi auk þess ekki tekið nægjanlega „vel mið af núverandi markaðsaðstæðum og þörfum atvinnulífsins.“ Umhverfi fjármálafyrirtækja hefur breyst mikið á undanförnum árum. Íþyngjandi breytingar á regluverki og sköttum á síðastliðnum áratug hafa leitt af sér mikinn viðbótarkostnað. Það er staðreynd að eiginfjárkröfur og skattar á banka hér á landi eru langt umfram það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur og skerða samkeppnisstöðu þeirra. Hann segir að samhliða þessu hafi samkeppni á fjármálamarkaði verið að aukast mikið, t.a.m. fá lífeyrissjóðum, ríkisbönkum, fjártæknifyrirtækjum og minni fjármálafyrirtækjum - „sem lúta um margt öðrum lögmálum en kerfislega mikilvægir bankar.“ Af þeim sökum hafi arðsemi bankans ekki verið nægjanlega góð. „Með þeim skipulagsbreytingum sem við kynnum í dag erum við að bregðast við aðstæðum til að tryggja að bankinn þjóni sínum viðskiptavinum vel á sama tíma og hann skilar hluthöfum arði. Við byggjum á þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum á sviði stafrænnar þjónustu og sjálfvirknivæðingar og ætlum okkur áframhaldandi forystuhlutverk í framsækinni fjármálaþjónustu,“ segir Benedikt. Meðal breytinganna sem kynntar eru í dag fyrrnefnd fækkun sviða auk þess sem tekjusvið bankans verða þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið og markaðir. Stoðsvið verða einnig þrjú: fjármálasvið, upplýsingatæknisvið og áhættustýring.Hér ber að líta nýtt skipurit bankans.Viðbúinn niðurskurður Starfsmannamál Arion hafa verið til umræðu í vikunni eftir að vefur Mannlífs birti frétt um að uppsagnir gætu verið handan við hornið hjá bankanum. Orðrómur þess efnis á sér þó langan aðdraganda, enda hefur Bendikt lýst yfir hagræðingarvilja allt frá því að hann tók við starfi bankastjóra í byrjun sumars. Það gerði hann til að mynda í pósti til starfsmanna í upphafi júlímánaðar. Í póstinum sagði Benedikt, sem þá var nýtekinn til starfa, að það væri honum ekkert sérstakt kappsmál að Arion yrði stærsti banki á Íslandi. Mikilvægara væri að bankinn yrði framsækinn og skili hluthöfum arði. Í yfirlýsingum sínum eftir uppgjör annars ársfjórðungs í upphafi ágústmánaðar tók hann í sama streng. Bankinn myndi „móta áherslur í stefnu og starfsemi bankans til næstu ára svo bankinn sé sem best í stakk búinn til að mæta þeim miklu breytingum sem eru að eiga sér stað á fjármálaþjónustu,“ eins og hann komst að orði.Um 80 prósent þeirra sem sagt var upp í dag störfuðu í höfuðstöðvum bankans.FBL/STEFÁNÞar sagði hann að horft yrði til ýmissa þátta, t.a.m. að auka „skilvirkni í starfseminni, ekki síst í tengslum við aukið vægi stafrænna lausna. Markmiðið er að styrkja stöðu bankans enn frekar, auka arðsemi og tryggja að bankinn verði áfram í fararbroddi þegar kemur að nútímalegri fjármálaþjónustu.“ Í fjárfestakynningu vegna uppgjörsins var jafnframt tekið fram að lækkun rekstrarkostnaðar væri forgangsmál í átt að betri afkomu. Benedikt skerpti á þessari sýn sinni í viðtali við Markaðinn fyrr í þessum mánuði. Þar ræddi hann um árangur bankans af „stafrænu vegferð“ sinni og færri heimsóknir í útibú bankans. „Það gefur okkur tækifæri til að hagræða í rekstrinum enda þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Ef efnahagsreikningurinn dregst saman þá minnka umsvifin að sama skapi,“ sagði Benedikt.Ekki fyrstu uppsagnir ársins Eins og Benedikt rekur í tilkynningu dagsins hefur arðsemi bankans ekki þótt ásættanleg síðastliðin misseri. Þannig var afkoma hans á öðrum ársfjórðungi þessa árs „ekki nógu góð,“ eins og Benedikt komst sjálfur að orði. Á fyrstu sex mánuðum ársins var arðsemin aðeins rúmlega þrjú prósent en á síðustu misserum hefur talsvert útlánatap, einkum vegna United Silicon í Helguvík og gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera air, sett þar strik í reikninginn. Tap Valitors bætti heldur ekki úr skák, en dótturfélagið tapaði tæplega 3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Því hafa flestir búist við að einhverra hagræðinga væri að vænta hjá bankanum, sem nú þegar hafa sést í uppsögnum og brotthvarfi framkvæmdastjóra. Þannig fækkaði starfsmönnum bankans um 20 á öðrum ársfjórðungi þessa árs, auk þess sem Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, og Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, sögðu skilið við bankann í september. Alls hefur starfsmönnum Arion fækkað um 50 á síðastliðnu ári og er fjöldi stöðugilda hjá bankanum nú um 800.Lýður Þór Þorgeirsson tekur við nýju hlutverki í bankanum.ArionBreytingar í framkvæmdastjórn Í tilkynningu Arion í morgun er ný framkvæmdastjórn útlistuð. Auk fyrrnefnds Benedikts er hún svo skipuð: Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri markaða, Gísli S. Óttarsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar, og Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Aukinheldur er greint frá því að þeir Lýður Þór Þorgeirsson og Rúnar Magni Jónsson stigi úr framkvæmdastjórn bankans. Þeir taka hins vegar báðir við nýjum stöðum innan fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. Lýður Þór mun taka við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar og Rúnar Magni við starfi forstöðumanns á sviði fjármögnunar fyrirtækja. Birna Hlín Káradóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Arion banka og mun stýra lögfræðiráðgjöf á skrifstofu bankastjóra. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Fleiri kveðja Arion banka Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 12. september 2019 11:22 Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Sem liður í skipulagsbreytingunum verður 12 prósent starfsmanna sagt upp, eða um 100 manns. Þar af starfa um 80% í höfuðstöðvum bankans og um 20% í útibúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum, þar sem sagt er að skipulagsbreytingarnar muni hafa jákvæð áhrif á rekstur Arion. Sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans með það að markmiði að einfalda starfsemina. Talið er að uppsagnirnar muni kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að áætlað sé að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa muni fyrst gæta fyrstu afkomu næsta árs. Erfiður dagur „Þetta verður erfiður dagur en við kveðjum í dag hæft og gott samstarfsfólk sem ég efast ekki um að muni láta að sér kveða á nýjum vettvangi,“ er haft eftir bankastjóra Arion banka, Benedikt Gíslasyni. Hann sendi starfsmönnum póst í morgun vegna uppsagnanna. Í tilkynningu Arion segir að Vinnumálastofnun hafi verið gert viðvart. Í samtali við Vísi í morgun sagði sviðsstjóri hjá stofnuninni að uppsagnirnar hafi ekki verið komnar inn á þeirra borð fyrir lokun skrifstofunnar í gær. Því megi ætla að þetta hafi verið tilkynnt í nótt eða snemma í morgun. Þrátt fyrir uppsagnirnar segir í tilkynningu Arion að grunnstefna bankans sé óbreytt og að bankinn muni áfram veita fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta. Meginbreytingin felist í að starfsemi fjárfestingabankasviðs færist á tvö ný svið, annars vegar markaði og hins vegar fyrirtækja- og fjárfestingabankasvið.Benedikt Gíslason tók við starfi bankastjóra Arion banka fyrr á þessu ári.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRBenedikt bankastjóri segir í tengslum við uppsagnirnar að ljóst hafi verið að rekstrarkostnaður bankans hafi verið of hár. Skipulag bankans hafi auk þess ekki tekið nægjanlega „vel mið af núverandi markaðsaðstæðum og þörfum atvinnulífsins.“ Umhverfi fjármálafyrirtækja hefur breyst mikið á undanförnum árum. Íþyngjandi breytingar á regluverki og sköttum á síðastliðnum áratug hafa leitt af sér mikinn viðbótarkostnað. Það er staðreynd að eiginfjárkröfur og skattar á banka hér á landi eru langt umfram það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur og skerða samkeppnisstöðu þeirra. Hann segir að samhliða þessu hafi samkeppni á fjármálamarkaði verið að aukast mikið, t.a.m. fá lífeyrissjóðum, ríkisbönkum, fjártæknifyrirtækjum og minni fjármálafyrirtækjum - „sem lúta um margt öðrum lögmálum en kerfislega mikilvægir bankar.“ Af þeim sökum hafi arðsemi bankans ekki verið nægjanlega góð. „Með þeim skipulagsbreytingum sem við kynnum í dag erum við að bregðast við aðstæðum til að tryggja að bankinn þjóni sínum viðskiptavinum vel á sama tíma og hann skilar hluthöfum arði. Við byggjum á þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum á sviði stafrænnar þjónustu og sjálfvirknivæðingar og ætlum okkur áframhaldandi forystuhlutverk í framsækinni fjármálaþjónustu,“ segir Benedikt. Meðal breytinganna sem kynntar eru í dag fyrrnefnd fækkun sviða auk þess sem tekjusvið bankans verða þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið og markaðir. Stoðsvið verða einnig þrjú: fjármálasvið, upplýsingatæknisvið og áhættustýring.Hér ber að líta nýtt skipurit bankans.Viðbúinn niðurskurður Starfsmannamál Arion hafa verið til umræðu í vikunni eftir að vefur Mannlífs birti frétt um að uppsagnir gætu verið handan við hornið hjá bankanum. Orðrómur þess efnis á sér þó langan aðdraganda, enda hefur Bendikt lýst yfir hagræðingarvilja allt frá því að hann tók við starfi bankastjóra í byrjun sumars. Það gerði hann til að mynda í pósti til starfsmanna í upphafi júlímánaðar. Í póstinum sagði Benedikt, sem þá var nýtekinn til starfa, að það væri honum ekkert sérstakt kappsmál að Arion yrði stærsti banki á Íslandi. Mikilvægara væri að bankinn yrði framsækinn og skili hluthöfum arði. Í yfirlýsingum sínum eftir uppgjör annars ársfjórðungs í upphafi ágústmánaðar tók hann í sama streng. Bankinn myndi „móta áherslur í stefnu og starfsemi bankans til næstu ára svo bankinn sé sem best í stakk búinn til að mæta þeim miklu breytingum sem eru að eiga sér stað á fjármálaþjónustu,“ eins og hann komst að orði.Um 80 prósent þeirra sem sagt var upp í dag störfuðu í höfuðstöðvum bankans.FBL/STEFÁNÞar sagði hann að horft yrði til ýmissa þátta, t.a.m. að auka „skilvirkni í starfseminni, ekki síst í tengslum við aukið vægi stafrænna lausna. Markmiðið er að styrkja stöðu bankans enn frekar, auka arðsemi og tryggja að bankinn verði áfram í fararbroddi þegar kemur að nútímalegri fjármálaþjónustu.“ Í fjárfestakynningu vegna uppgjörsins var jafnframt tekið fram að lækkun rekstrarkostnaðar væri forgangsmál í átt að betri afkomu. Benedikt skerpti á þessari sýn sinni í viðtali við Markaðinn fyrr í þessum mánuði. Þar ræddi hann um árangur bankans af „stafrænu vegferð“ sinni og færri heimsóknir í útibú bankans. „Það gefur okkur tækifæri til að hagræða í rekstrinum enda þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Ef efnahagsreikningurinn dregst saman þá minnka umsvifin að sama skapi,“ sagði Benedikt.Ekki fyrstu uppsagnir ársins Eins og Benedikt rekur í tilkynningu dagsins hefur arðsemi bankans ekki þótt ásættanleg síðastliðin misseri. Þannig var afkoma hans á öðrum ársfjórðungi þessa árs „ekki nógu góð,“ eins og Benedikt komst sjálfur að orði. Á fyrstu sex mánuðum ársins var arðsemin aðeins rúmlega þrjú prósent en á síðustu misserum hefur talsvert útlánatap, einkum vegna United Silicon í Helguvík og gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera air, sett þar strik í reikninginn. Tap Valitors bætti heldur ekki úr skák, en dótturfélagið tapaði tæplega 3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Því hafa flestir búist við að einhverra hagræðinga væri að vænta hjá bankanum, sem nú þegar hafa sést í uppsögnum og brotthvarfi framkvæmdastjóra. Þannig fækkaði starfsmönnum bankans um 20 á öðrum ársfjórðungi þessa árs, auk þess sem Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, og Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, sögðu skilið við bankann í september. Alls hefur starfsmönnum Arion fækkað um 50 á síðastliðnu ári og er fjöldi stöðugilda hjá bankanum nú um 800.Lýður Þór Þorgeirsson tekur við nýju hlutverki í bankanum.ArionBreytingar í framkvæmdastjórn Í tilkynningu Arion í morgun er ný framkvæmdastjórn útlistuð. Auk fyrrnefnds Benedikts er hún svo skipuð: Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs, Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri markaða, Gísli S. Óttarsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar, og Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Aukinheldur er greint frá því að þeir Lýður Þór Þorgeirsson og Rúnar Magni Jónsson stigi úr framkvæmdastjórn bankans. Þeir taka hins vegar báðir við nýjum stöðum innan fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. Lýður Þór mun taka við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar og Rúnar Magni við starfi forstöðumanns á sviði fjármögnunar fyrirtækja. Birna Hlín Káradóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Arion banka og mun stýra lögfræðiráðgjöf á skrifstofu bankastjóra.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Fleiri kveðja Arion banka Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 12. september 2019 11:22 Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00 Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Fleiri kveðja Arion banka Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 12. september 2019 11:22
Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag. 23. september 2019 10:00
Arion banki selur sumarhöllina Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði. 25. september 2019 06:00