Margt sem Íslendingar geti lært af Nýsjálendingum í ferðaþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 13:28 Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. Vísir/vilhelm Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59