Sigmar kaupir hálfan Hlölla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2019 16:15 Sigmar Vilhjálmsson segir ekkert að því að kaupa samlokustað á ketótímum. Hlöllabátar hafi staðið af sér önnur mataræði. Fréttablaðið/Anton Brink Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50