Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2019 08:00 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í fljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórnvöld séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjármálafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrirtækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasamböndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda.Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þannig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í fljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórnvöld séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjármálafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrirtækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasamböndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda.Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þannig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15