Vala vakti fyrst athygli þegar hún kom fram í þáttunum Þær Tvær á Stöð 2 og í framhaldinu af því fór hún af stað með þættina Venjulegt fólk en hún samdi handritið ásamt þeim Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, Fannari Sveinssyni, Halldóri Halldórssyni og Glassriver framleiðir.
Stundum hefur verið einkennilega umræða í samfélaginu þar sem sumir vilja halda því fram að karlmenn séu fyndnari en konur. Vala segir að sú umræða eigi sannarlega ekki rétt á sér.
„Fyrir mér var Helga Braga í Fóstbræðrum hugmynd manns um fyndnar konur á sínum tíma. Ég veit ekki hvaða rugl þetta er. Ég get ekki ímyndað mér það að nokkur manneskja sé sannfærð um það að það séu ekki til fyndnar konur. Ég hef aldrei heyrt neinn segja að konur séu ekki fyndnar. Maður finnur samt alveg fyrir því í viðtölum og svona að það sé tekið út fyrir sviga að maður sé kona. Ég held að spurningarnar komi frá góðum stað og ég held að þær komi frá því að það hefur verið þannig í kúltúrnum síðustu aldir að menn taki meira pláss yfir höfuð.“
„Ef þú ert fáránlegur, ljótur eða asnalegur þá dregur það úr kvenleika þínum. Það dregur ekkert endilega úr karlmennsku þinni að vera flippaður. Þá ert þú kannski bara hugrakkur en ef þú er kona þá ertu bara fáránleg. Þetta er sambland af hugmyndum okkar um hlutverk kynjanna. Fólk hefur verið óvant því að konur þori að taka pláss.“
Í þættinum ræðir Vala einnig um æskuna, leikhúsið, baráttu sína við kvíða, þunglyndi og átröskun og hvort það sé erfiðara að leika grína eða drama, framtíðina og margt fleira.