Útlit fyrir að fastir vextir íbúðalána hækki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:00 Íslenskir fasteignaeigendur gætu þurft að greiða hærri vexti á næstunni. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira