Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur. Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur.
Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira