Topp fimm listi vikunnar í Seinni bylgjunni var nokkuð óvenjulegur að þessu sinni.
Jóhann Gunnar Einarsson valdi þá fimm leikmenn í Olís-deild karla sem gætu verið góðir í körfubolta.
Fimm manna lið Jóhanns Gunnars er nokkuð áhugavert. Þar er einn fyrrverandi körfuboltamaður, Ægir Hrafn Jónsson, fyrrverandi samherji Jóhanns Gunnars hjá Fram.
Jóhann Gunnar er á því að þetta körfuboltalið handboltamanna gæti gert góða hluti eftir eitt undirbúningstímabil.
Fimm manna körfuboltalið Jóhanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
