Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. nóvember 2019 13:47 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen. Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen.
Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira