Það fylgir því að vera opinber persónu eins og Lína að stór hluti af þjóðinni fylgist vel með einkalífi hennar. Lína hefur þurft að svara fyrir allskyns slúðursögur sem hafa grasserað og það hefur hún jafnvel gert opinberlega. Henni finnst stundum erfitt að vera opinber persónu í þessu litla samfélagi.
„Skrápurinn minn er orðinn frekar þykkur og það þarf orðið mikið til að ég taki einhverju illa. Það kemur samt fyrir og þegar maður er kannski lítill í sér og það kemur fram einhver saga eða slúður þá hefur það alveg áhrif á mann, og það er vont. Þá hugsa ég stundum af hverju ég sé að gera það sem ég geri,“ segir Lína og bætir við að hún sé stundum tilneydd til þess að segja frá einhverjum hlutum til að vera á undan slúðursögum.
„Maður heyrir svona slúðursögur þegar maður hitir vinkonur sínar. Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að hún ætti í raun að fá greitt fyrir að vera alltaf að verja mig fyrir slúðri. Þetta er lítið land, við erum fá og fólki finnst gaman að tala og ég geri mér alveg grein fyrir því að það er partur af því að vera opinber manneskja.“
Í þættinum ræðir Lína einnig um baráttu sína við búlimíu og kaupfíkn, um líkamsímynd kvenna á samfélagsmiðlum, um slúðrir sem hún hefur mátt eiga við í gegnum tíðina, um ástarsorg, um nýjan sjónvarpsþátt sem hún fer af stað með á næstunni, um tónlistarferilinn og fatalínu sína.