Enn eitt áfallið fyrir fjárfestinn sem vill leggja sæstreng til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:30 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu sæstrengsverkefnis hans. Truell vill leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.Í maí var sagt frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Þrýsti Truell mjög á stjórnvöld að greiða götu verkefnisins en auk sæstrengsins hefur Truell í hyggju að reisa verksmiðju á Englandi í tengslum við verkefnið sem myndi skapa 800 störf.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ september var sagt frá því að Truell hafi hótað því að hætta við að reisa verksmiðjuna á Englandi, fengi hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á verksmiðjunni og til stæði að reisa hana þar, nema bresk yfirvöld greiddu götu verkefnisins.Í frétt Sunday Times sem birtist í gær er enn fjallað um málið og segir þar að sæstrengsdraumar Truell séu orðnir „rafmagnslausir“. Þar segir að Andrea Leadsom, viðskiptaráðherra Bretlands, og Kwasi Kwarteng, orkumálaráðherra Bretlands, hafi lýst yfir efasemdum um fýsileika verkefnisins, áður en boðað var til kosninga í Bretlandi.Sagður hafa „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ Þá segir einnig í frétt Times að forverar þeirra á ráðherrastóli, Greg Clark og Claire Perry, hafi áður hafnað tillögu Truell. Það hafi leitt til þess að Truell hafi hótað því að kvarta formlega yfir málsmeðferð málsins. Í Times er þó haft eftir honum að hann hafi „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ án þess þó að það sé skýrt nánar. Þá hefur Times einnig eftir heimildarmanni sínum innan viðskiptaráðuneytisins að engin formleg umsókn hafi borist vegna málsins og því sé ráðuneytið ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til málsins. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann hefur stutt Íhaldsflokkinn fjárhagslega. Hann virðist vera mjög áhugasamur um orkumál á Íslandi en á síðasta ári var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári. Bretland Orkumál Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Sjá meira
Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu sæstrengsverkefnis hans. Truell vill leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.Í maí var sagt frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Þrýsti Truell mjög á stjórnvöld að greiða götu verkefnisins en auk sæstrengsins hefur Truell í hyggju að reisa verksmiðju á Englandi í tengslum við verkefnið sem myndi skapa 800 störf.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ september var sagt frá því að Truell hafi hótað því að hætta við að reisa verksmiðjuna á Englandi, fengi hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á verksmiðjunni og til stæði að reisa hana þar, nema bresk yfirvöld greiddu götu verkefnisins.Í frétt Sunday Times sem birtist í gær er enn fjallað um málið og segir þar að sæstrengsdraumar Truell séu orðnir „rafmagnslausir“. Þar segir að Andrea Leadsom, viðskiptaráðherra Bretlands, og Kwasi Kwarteng, orkumálaráðherra Bretlands, hafi lýst yfir efasemdum um fýsileika verkefnisins, áður en boðað var til kosninga í Bretlandi.Sagður hafa „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ Þá segir einnig í frétt Times að forverar þeirra á ráðherrastóli, Greg Clark og Claire Perry, hafi áður hafnað tillögu Truell. Það hafi leitt til þess að Truell hafi hótað því að kvarta formlega yfir málsmeðferð málsins. Í Times er þó haft eftir honum að hann hafi „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ án þess þó að það sé skýrt nánar. Þá hefur Times einnig eftir heimildarmanni sínum innan viðskiptaráðuneytisins að engin formleg umsókn hafi borist vegna málsins og því sé ráðuneytið ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til málsins. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann hefur stutt Íhaldsflokkinn fjárhagslega. Hann virðist vera mjög áhugasamur um orkumál á Íslandi en á síðasta ári var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári.
Bretland Orkumál Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15