Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2019 16:03 Vegfarendur hafa í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn, sem var opnuð með borðaklippingu þann 4. október árið 2017 eftir að flóð eyðilagði gömlu brúna, sem sést í vinstra megin. Vísir/Jói K. Vegagerðin hefur skrifað undir samning við Ístak hf. um smíði tveggja nýrra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá. Ístak átti lægsta boð upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Athygli vakti að engin tilboð bárust þegar smíði nýrrar brúar yfir Steinavötn var fyrst boðin út í vor. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Útboð fór fram að nýju í haust og bárust þá sex tilboð. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, skrifuðu undir samninginn í húsnæði Vegagerðarinnar í gær.Mynd/Vegagerðin, G. Pétur Matthíasson. Brúin yfir Steinavötn skemmdist haustið 2017 þegar grófst undan einum stöpli brúarinnar í vatnavöxtum. Brúin var komin til ára sinna, 55 ára gömul og 102 metra löng. Þurfti að hafa hraðar hendur og byggja bráðabirgðabrú, en það var gert á innan við viku, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í verkinu felst smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 2021. Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5. nóvember 2019 20:45 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Vegagerðin hefur skrifað undir samning við Ístak hf. um smíði tveggja nýrra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá. Ístak átti lægsta boð upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Athygli vakti að engin tilboð bárust þegar smíði nýrrar brúar yfir Steinavötn var fyrst boðin út í vor. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Útboð fór fram að nýju í haust og bárust þá sex tilboð. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, skrifuðu undir samninginn í húsnæði Vegagerðarinnar í gær.Mynd/Vegagerðin, G. Pétur Matthíasson. Brúin yfir Steinavötn skemmdist haustið 2017 þegar grófst undan einum stöpli brúarinnar í vatnavöxtum. Brúin var komin til ára sinna, 55 ára gömul og 102 metra löng. Þurfti að hafa hraðar hendur og byggja bráðabirgðabrú, en það var gert á innan við viku, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í verkinu felst smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 2021.
Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5. nóvember 2019 20:45 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00
Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02
Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5. nóvember 2019 20:45