Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2020 21:30 Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins. Góður árangur Íslendinga í baráttunni við Covid hefur borist víða um heim, sér í lagi til Hollywood sem sér Ísland fyrir vikið sem ákjósanlegan stað til að taka upp kvikmyndir. Þar myndi fámennið og víðernið spila stóran þátt í að tryggja vernd gegn smitum. Netflix horfir hýru auga til Íslands vegna þess að tökur á þáttaröðinni Kötlu gátu haldið áfram hjá RVK Studios. „Það er tækifæri að okkar mati að fá þessi „crew“ til landsins til að skjóta verkefni. Ástæðan er sú að það er hægt að stýra mjög vel hvernig er komið til landsins. Þau bara beint á hótel, fara á tökustað og að skjóta,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Film in Iceland. Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland.Vísir/Stöð 2 Íslandsstofa sér um að kynna landið fyrir kvikmyndagerðarfólki og hefur fyrirspurnum rignt inn frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Sumir þeirra aðila sem eru að koma til okkar núna með hugmyndir vilja skjóta í ár. Aðrir eru að hugsa um næsta ár,“ segir Einar en erfitt sé að svara vegna þess að yfirvöld eigi eftir að segja hvort þau séu tilbúin að hleypa erlendum framleiðendum til landsins. Lagt hefur verið til að yfirvöld hækki endurgreiðslu á kvikmyndaverkefnum tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent. Þá hefur gengi íslensku krónunnar einnig veikst sem gerir landið að enn fýsilegri kosti. Margfeldniáhrif yrðu margvísleg og mikil. „Það hefur bara sýnt sig í þessum rannsóknum sem hafa komið frá Ferðamálastofu að stór hluti ferðamanna sem kemur til landsins fékk hugmyndina eftir að hafa séð Ísland í verkefnum sem voru tekin upp hér á Íslandi, hvort sem það eru kvikmyndir eða sjónvarpsefni,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá meira
Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndaferðarfólk. Þetta er niðurstaða stórritsins Los Angeles Times. 30. apríl 2020 16:15
Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00