Póstinum gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 13:39 Brot Íslandspósts sneru að fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Vísir/Vilhelm Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira