Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 19:20 Flugvélafloti Icelandair er meira og minna allur á jörðu niðri þessa dagana og líkur á miklum samdrætti í flugáætlun félagsins í sumar. Vísr/Vilhelm Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13
Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33