Nýr þjálfari KA/Þór: „Ætla halda áfram að spila en þetta hefur forgang“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 21:30 Andri Snær ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Andri Snær Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna, ætlar ekki að hætta að spila með karlaliði KA í Olís-deild karla þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari kvennaliðsins. Hann segist búast við því að mæta með hörkulið til leiks næsta vetur. Þetta er fyrsta starf Andra í efstu deild en hann hefur verið að þjálfa ungmennalið KA og Akureyrar undanfarin ár en hann segir að eftir að forráðamenn félagsins heyrðu í honum hljóðið var hann ekki lengi að taka ákvörðun. „Það er búið að taka nokkrar vikur hjá þeim að ráða nýjan þjálfara. Það er búið að tala við nokkra og svoleiðis en þeir heyrðu í mér um daginn og ég var strax mjög spenntur fyrir þessu þar sem leikmannahópurinn er mjög spennandi og gott tækifæri fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Andri. „Ég er búinn að vera þjálfa mjög mikið ásamt því að spila í Olís. Ég er búinn að vera með ungmennaliðið hjá KA síðustu þrjú ár og 3. flokk og þar á undan hjá Akureyri. Ég byrjaði ungur í þjálfun og hef verið að þjálfa í öllum flokkum. Ég er mikinn metnað og hef verið meðfram því að spila að safna í reynslubankann og stefna á að fara í meistaraflokksþjálfun. Þetta kom í hendurnar á mér núna og mjög skemmtilegt.“ Eins og áður segir hefur Andri verið sjálfur að spila og skórnir eru ekki alveg komnir upp í hillu. „Ég ætla að halda áfram að spila en engu að síður er þetta númer eitt enda er þetta risa stórt verkefni. Að þjálfa í úrvalsdeild og stelpurnar hafa komið sér vel á kortið í deildinni með því að fara í bikarúrslit í vetur og það hefur verið metnaður í þessu síðustu ár. Þetta er stórt verkefni fyrir mig en ég ætla að halda áfram að sprikla með KA-liðinu en þetta hefur forgang.“ Klippa: Sportið í dag - Andri Snær nýr þjálfari KA Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag KA Þór Akureyri Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Andri Snær Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna, ætlar ekki að hætta að spila með karlaliði KA í Olís-deild karla þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari kvennaliðsins. Hann segist búast við því að mæta með hörkulið til leiks næsta vetur. Þetta er fyrsta starf Andra í efstu deild en hann hefur verið að þjálfa ungmennalið KA og Akureyrar undanfarin ár en hann segir að eftir að forráðamenn félagsins heyrðu í honum hljóðið var hann ekki lengi að taka ákvörðun. „Það er búið að taka nokkrar vikur hjá þeim að ráða nýjan þjálfara. Það er búið að tala við nokkra og svoleiðis en þeir heyrðu í mér um daginn og ég var strax mjög spenntur fyrir þessu þar sem leikmannahópurinn er mjög spennandi og gott tækifæri fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Andri. „Ég er búinn að vera þjálfa mjög mikið ásamt því að spila í Olís. Ég er búinn að vera með ungmennaliðið hjá KA síðustu þrjú ár og 3. flokk og þar á undan hjá Akureyri. Ég byrjaði ungur í þjálfun og hef verið að þjálfa í öllum flokkum. Ég er mikinn metnað og hef verið meðfram því að spila að safna í reynslubankann og stefna á að fara í meistaraflokksþjálfun. Þetta kom í hendurnar á mér núna og mjög skemmtilegt.“ Eins og áður segir hefur Andri verið sjálfur að spila og skórnir eru ekki alveg komnir upp í hillu. „Ég ætla að halda áfram að spila en engu að síður er þetta númer eitt enda er þetta risa stórt verkefni. Að þjálfa í úrvalsdeild og stelpurnar hafa komið sér vel á kortið í deildinni með því að fara í bikarúrslit í vetur og það hefur verið metnaður í þessu síðustu ár. Þetta er stórt verkefni fyrir mig en ég ætla að halda áfram að sprikla með KA-liðinu en þetta hefur forgang.“ Klippa: Sportið í dag - Andri Snær nýr þjálfari KA Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag KA Þór Akureyri Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira