Krónan standi ansi sterk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 20:00 Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson kynntu vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“ Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“
Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira