Fjártækniklasinn stendur fyrir málþingi um hvernig sporna megi gegn peningaþvætti. Þingið hefst klukkan 15 og má nálgast útsendingu frá því hér að neðan.
Yfirskrift þingsins, sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu, er „Hvað erum við að gera gegn peningaþvætti?“ Peningaþvættismál hafa verið í deiglunni að undanförnu, bæði vegna veru Íslands á gráum lista FATF og „vegna mikillar nýsköpunar í vörnum gegn peningaþvætti á Íslandi, sem getur þannig tekið forystu í þessum málum,“ segja aðstandendur málþingsins.
Ræðumenn eru:
- Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity
- Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
- Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
- Ólafur Örn Guðmundsson, CTO hjá Nátthrafni
- Daníel Pálmason, lögmaður hjá Kviku banka
Fundarstjóri er Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.