Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. vísir/baldur Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12
403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38