Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 14:32 Úlfar Steindórsson stjórnarformaður Icelandair og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01
Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20