Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2020 13:17 Álver Rio Tinto í Straumsvík lokar kerskála vegna ljósboga Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill. Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill.
Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35