Slökkviliðsmenn í Ástralíu nýta sér nú úrkomu sem fylgir þrumuveðri sem gengur yfir austurhluta landsins til þess að styrkja varnarlínur í kringum fleiri en 110 kjarrelda sem þeir hafa glímt við undanfarið. Hætta er þó til staðar að eldingarnar kveiki fleiri elda og von er á að hættulegar aðstæður fyrir elda skapist fljótt á ný.
Óvenjuleg hlýindi og þurrkur hafa skapað kjöraðstæður fyrir eldana sem hafa geisað í Ástralíu frá því í september. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að eftir að storminum sloti bæti aftur í hita og vind. Þá er hætta á að eldingarnar kveiki fleiri elda.
Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóri í Nýja Suður-Wales, segir við AP-fréttastofuna að glæður eftir eldingar geti brunnið hægt í trjám og rótum í nokkra daga og komið fram þegar aðstæður verða þurrari og heitari. Um 2.3000 slökkviliðsmenn sem eru nú að störfum í ríkinu muni huga sérstaklega að því næstu daga.
Alls hafa nú 26 manns látið lífið af völdum kjarreldanna frá því í september. Á föstudag fórst 43 ára gamall slökkviliðsmaður í Viktoríu þegar bifreið hans lenti í óhappi þegar hann tók þátt í slökkvistarfi. Um 2.000 heimili hafa jafnframt orðið eldunum að bráð.
Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum

Tengdar fréttir

Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum
Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka.

Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina
Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi.

Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum
Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín.

Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpoka
Elísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, segir ástandið í landinu alvarlegra en marga grunar.