Gjaldþrot upp á 26 milljónir eftir deilur við Aron Einar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 17:17 Aron Einar fjallaði um deilur sínar við Kolfinnu í sjálfsævisögu sinni sem kom út 2016. vísir/vilhelm Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn þeirra sem fór fram á gjaldþrot Kolfinnu. Leiða má af því líkur að krafan sé í tengslum við deilur Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttir, við Kolfinnu Von í tengslum við fjárfestingu þeirra hjóna í íslenska fatamerkinu JÖR.Sjá einnig: Aron Einar fer fram á gjaldþrot KolfinnuEkkert varð af fjárfestingu Arons og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017. Í sjálfsævisögu sinni, sem Aron gaf út 2016, skrifar hann að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. Þau hjón hafi þó aldrei fengið greitt samkvæmt samningnum né nokkrar útskýringar á því hvað varð um peningana. Kolfinna svaraði þessum ásökunum bæði í færslu á Facebook í nóvember 2018 og annarri sem hún birti í dag. Í þeirri sem birt var 2018 segir hún að Aron hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem Kolfinna og maðurinn hennar, Björn Ingi Hrafnsson, hafi verið að byggja upp. Tíu milljónir af því hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Það sé þess vegna ekki rétt að ekki hafi fengist svör um hvert peningarnir fóru, þeir hafi farið í þessi tvö verkefni. Í færslunni sem Kolfinna deildi í dag segir hún að fjárfesting Arons hafi ekki verið lán en hún hafi viljað koma til móts við þau hjónin og boðist til að kaupa af þeim þeirra hlut. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Þetta var aldrei nein skuld – ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim – en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut,“ skrifar Kolfinna. Hún hafi átt í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið hafi verið um og hún hafi í kjölfarið ítrekað reynt að semja við þau um málið en án árangurs. Gjaldþrot Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn þeirra sem fór fram á gjaldþrot Kolfinnu. Leiða má af því líkur að krafan sé í tengslum við deilur Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttir, við Kolfinnu Von í tengslum við fjárfestingu þeirra hjóna í íslenska fatamerkinu JÖR.Sjá einnig: Aron Einar fer fram á gjaldþrot KolfinnuEkkert varð af fjárfestingu Arons og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017. Í sjálfsævisögu sinni, sem Aron gaf út 2016, skrifar hann að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. Þau hjón hafi þó aldrei fengið greitt samkvæmt samningnum né nokkrar útskýringar á því hvað varð um peningana. Kolfinna svaraði þessum ásökunum bæði í færslu á Facebook í nóvember 2018 og annarri sem hún birti í dag. Í þeirri sem birt var 2018 segir hún að Aron hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem Kolfinna og maðurinn hennar, Björn Ingi Hrafnsson, hafi verið að byggja upp. Tíu milljónir af því hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Það sé þess vegna ekki rétt að ekki hafi fengist svör um hvert peningarnir fóru, þeir hafi farið í þessi tvö verkefni. Í færslunni sem Kolfinna deildi í dag segir hún að fjárfesting Arons hafi ekki verið lán en hún hafi viljað koma til móts við þau hjónin og boðist til að kaupa af þeim þeirra hlut. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Þetta var aldrei nein skuld – ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim – en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut,“ skrifar Kolfinna. Hún hafi átt í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið hafi verið um og hún hafi í kjölfarið ítrekað reynt að semja við þau um málið en án árangurs.
Gjaldþrot Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira