Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2020 14:31 Frá Norðfjarðarhöfn í dag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum. Mynd/Smári Geirsson. Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. „Við bættum við skipi einfaldlega til að flýta fyrir og til að geta komist yfir stærra svæði í þeim veðurgluggum sem við höfum,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig hér: Segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Árni Friðriksson við bryggju í Neskaupstað í hádeginu en þangað kom hafrannsóknaskipið í morgun.Mynd/Smári Geirsson. Birkir er um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem kom til Norðfjarðar í morgun ásamt Hákoni EA. Þar er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq GR en Bjarni Ólafsson AK er á Seyðisfirði og Ásgrímur Halldórsson á Hornafirði. „Við erum að vonast til að komast af stað í kvöld eða nótt,“ sagði Birkir en nýta þarf daginn til að kvarða bergmálsmæla í tveimur skipanna, Árna Friðrikssyni og Hákoni. Það er gert með því að setja málmkúlu undir skrokk þeirra svo þeir mæli allir eins. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir að leitin muni hefjast út af Hvalbaksgrunni undan suðausturlandi og þangað fari væntanlega þrjú skip. Samtímis verði líklega tvö skip send til leitar út af Langanesi en það sé ekki endanlega ákveðið og ráðist meðal annars af veðurspá. „Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel,“ segir Birkir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem einnig fjallar um málið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá brottför Árna Friðrikssonar úr höfn í Reykjavík í fyrradag. Fjarðabyggð Hornafjörður Seyðisfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. „Við bættum við skipi einfaldlega til að flýta fyrir og til að geta komist yfir stærra svæði í þeim veðurgluggum sem við höfum,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig hér: Segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Árni Friðriksson við bryggju í Neskaupstað í hádeginu en þangað kom hafrannsóknaskipið í morgun.Mynd/Smári Geirsson. Birkir er um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem kom til Norðfjarðar í morgun ásamt Hákoni EA. Þar er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq GR en Bjarni Ólafsson AK er á Seyðisfirði og Ásgrímur Halldórsson á Hornafirði. „Við erum að vonast til að komast af stað í kvöld eða nótt,“ sagði Birkir en nýta þarf daginn til að kvarða bergmálsmæla í tveimur skipanna, Árna Friðrikssyni og Hákoni. Það er gert með því að setja málmkúlu undir skrokk þeirra svo þeir mæli allir eins. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir að leitin muni hefjast út af Hvalbaksgrunni undan suðausturlandi og þangað fari væntanlega þrjú skip. Samtímis verði líklega tvö skip send til leitar út af Langanesi en það sé ekki endanlega ákveðið og ráðist meðal annars af veðurspá. „Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel,“ segir Birkir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem einnig fjallar um málið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá brottför Árna Friðrikssonar úr höfn í Reykjavík í fyrradag.
Fjarðabyggð Hornafjörður Seyðisfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00