Í könnun sem gerð var meðal lesenda Vísis í síðustu viku kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra segja ekki nógu vel staðið að því á sínum vinnustöðum að leysa úr erfiðum starfsmannamálum. Könnunin var liður í umfjöllun Atvinnulífs um erfið starfsmannamál.
Alls bárust 1.199 svör en könnunin stóð yfir dagana 22.janúar til 28.janúar. Niðurstöður eru afgerandi þar sem aðeins 16,35% svarenda segja sinn vinnustað leysa hratt og örugglega úr erfiðum starfsmannamálum. Þetta þýðir að 1.003 svarenda, eða 83,65%, segja ekki nógu hratt, oft, sjaldan eða aldrei leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þeirra vinnustað.
Alls sögðu 22,6% svarenda að aldrei væri leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þeirra vinnustað en 55,3% segja það gerast sjaldan eða ekki nógu hratt/oft.