Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:28 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni. Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni.
Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13