Pósthúsbarinn, einn helsti skemmtistaðurinn á Akureyri, heyrir brátt sögunni til. Staðarmiðillinn Kaffið greinir frá og lýsir tíðindunum sem nokkru höggi fyrir skemmtanalíf Norðanmanna þar sem skemmtistaðir séu ekki margir.
Ástæðan fyrir lokuninni er sú að tíu ára leigusamningur rekstraraðila Pósthúsbarsins við húseiganda rennur út um mánaðamótin. Húseigendur hafi ekki áhuga á að endurnýja samninginn.
Forsvarsmenn Pósthúsbarsins segja í samtali við Kaffid.is að engin áform séu um framhald Pósthúsbarsins á öðrum stað.