Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fyrirtæki óska eftir kynningarbréfi auk ferilskrár þegar sótt er um starf. Þetta á einkum við stjórnenda- og sérfræðistörf. Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent segir að það eigi ekki að endurskrifa ferilskránna í kynningarbréfi. Eins á kynningarbréfið ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs. Kynningarbréfið er hins vegar gott tækifæri til að skýra út hvers vegna viðkomandi sækir um starfið.
Að sögn Ragnheiðar þarf kynningarbréfið að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.
Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn.
„Kynningarbréfið er mjög mikilvægt, tilgangur þess er að tilgreina ástæðu umsóknar og rökstyðja hæfni sína til að takast a við starfið. Í kynningarbréfinu gefst umsækjanda tækifæri til að máta sig við starfið.
Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“
Lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir fólk varðandi gerð og framsetningu kynningarbréfa?
„Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa unnið vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Með kynningarbréfi er ekki verið að kalla á að viðkomandi endurskrifi sína ferilskrána.
Þó ferilskrá sé vel útfærð og innihaldi helstu upplýsingar gefst þar ekki tækifæri til að skýra frá hvers vegna ákveðið var að sækja um tiltekið starf eða ástæðu þess að viðkomandi hefur valið að bjóða fyrirtæki starfskrafta sína. Kynningarbréf er vel til þess fallið að skrifa stuttan texta til að svara þessum spurningum.“
Ragnheiður segir að kynningarbréf eigi ekki að vera almenn eða stöðluð. Þau þurfi að útfæra fyrir hverja og eina umsókn.
„Kynningarbréf á ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs eða verkefni þess í framtíðinni, best er ef það er klæðskerasniðið að framsettum kröfum, skýrt og skorinort.“