Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 20:00 Hertar reglur á landamærum hafa ekki áhrif á hlutafjárútboð og langtímaáætlun Icelandair að sögn forstjóra. Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Icelandair birti ítarlega kynningu á vef Kauphallar í gær vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana fjórtánda og fimmtánda september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé, og mögulega allt að þremur til viðbótar komi til umframeftirspurnar. „Við flugum aðeins meira í sumar heldur en við gerðum ráð fyrir í vor. Nú er það eitthvað að ganga til baka og uppleggið hefur verið að við svona setjum í gang næsta vor, tiltölulega hægt, en við verðum komin á sama stað 2024 og við vorum 2019. Það er svona þessi grunn sviðsmynd sem að við erum að kynna núna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Töluverð hagræðing náist fram með nýjum kjarasamningum við flugstéttir. Hagræðing vegna samninga við flugmenn nemi allt að 25%, við flugfreyjur allt að 20% og allt að 10% vegna samninga við flugvirkja, að því er fram kemur í kynningunni. Samtals náist fram hagræðing sem nemur allt að 29 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 3,96 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Fjárhagsleg áhrif vegna samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing eru metin á 260 milljónir dollara, eða sem nemur um 35 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Samkomulagið kveður einnig á um skaðabætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna en trúnaður ríkir um fjárhæð bóta. Fallið verður frá kaupum á fjórum af þeim tíu Boeing 737-MAX flugvélum sem til stóð að kaupa en ekki var búið að afhenda. Þá fær Icelandair afslátt á þeim sex vélum sem eftir standa en stefnt er að því að þrjár verði afhentar á næsta ári og þrjár árið 2022. Sex vélar hafa þegar verið afhentar. Bogi kveðst ekki hafa áhyggjur af orðsporsáhættu MAX-vélanna fyrir flugfélagið. „Við teljum að þessar vélar verði góðar vélar fyrir okkar kerfi til framtíðar og við erum að sjá stór flugfélög í rauninni horfa til sömu þátta hvað þetta varðar. Ég held að það verði samt þannig að það taki einhverjar vikur eftir að vélarnar byrja að fljúga að það verði einhver viðkvæmni farþega og þessháttar sem verður bara skiljanlegt í ljósi þess sem gengið hefur á,“ segir Bogi. Jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl Hann segir nýjar reglur á landamærum ekki hafa áhrif á áform fyrirtækisins. „Það hefur ekki áhrif á þetta upplegg sem að við erum að kynna því að eins og ég sagði áðan þá höfum við gert ráð fyrir því frá því í vor að vera að fljúga tiltölulega lítið og undirbúið félagið undir þetta, að það komi jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl og við förum svo í gang hægt, tiltölulega, næsta vor,“ segir Bogi. „Þannig að það sem er að gerast núna hefur ekki áhrif á okkar langtímaplön og þessa mynd sem við erum að kynna núna en að sjálfsögðu hefur þetta mjög mikil áhrif til skamms tíma, það eru fáir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hertar reglur á landamærum hafa ekki áhrif á hlutafjárútboð og langtímaáætlun Icelandair að sögn forstjóra. Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Icelandair birti ítarlega kynningu á vef Kauphallar í gær vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana fjórtánda og fimmtánda september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé, og mögulega allt að þremur til viðbótar komi til umframeftirspurnar. „Við flugum aðeins meira í sumar heldur en við gerðum ráð fyrir í vor. Nú er það eitthvað að ganga til baka og uppleggið hefur verið að við svona setjum í gang næsta vor, tiltölulega hægt, en við verðum komin á sama stað 2024 og við vorum 2019. Það er svona þessi grunn sviðsmynd sem að við erum að kynna núna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Töluverð hagræðing náist fram með nýjum kjarasamningum við flugstéttir. Hagræðing vegna samninga við flugmenn nemi allt að 25%, við flugfreyjur allt að 20% og allt að 10% vegna samninga við flugvirkja, að því er fram kemur í kynningunni. Samtals náist fram hagræðing sem nemur allt að 29 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 3,96 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Fjárhagsleg áhrif vegna samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing eru metin á 260 milljónir dollara, eða sem nemur um 35 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Samkomulagið kveður einnig á um skaðabætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna en trúnaður ríkir um fjárhæð bóta. Fallið verður frá kaupum á fjórum af þeim tíu Boeing 737-MAX flugvélum sem til stóð að kaupa en ekki var búið að afhenda. Þá fær Icelandair afslátt á þeim sex vélum sem eftir standa en stefnt er að því að þrjár verði afhentar á næsta ári og þrjár árið 2022. Sex vélar hafa þegar verið afhentar. Bogi kveðst ekki hafa áhyggjur af orðsporsáhættu MAX-vélanna fyrir flugfélagið. „Við teljum að þessar vélar verði góðar vélar fyrir okkar kerfi til framtíðar og við erum að sjá stór flugfélög í rauninni horfa til sömu þátta hvað þetta varðar. Ég held að það verði samt þannig að það taki einhverjar vikur eftir að vélarnar byrja að fljúga að það verði einhver viðkvæmni farþega og þessháttar sem verður bara skiljanlegt í ljósi þess sem gengið hefur á,“ segir Bogi. Jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl Hann segir nýjar reglur á landamærum ekki hafa áhrif á áform fyrirtækisins. „Það hefur ekki áhrif á þetta upplegg sem að við erum að kynna því að eins og ég sagði áðan þá höfum við gert ráð fyrir því frá því í vor að vera að fljúga tiltölulega lítið og undirbúið félagið undir þetta, að það komi jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl og við förum svo í gang hægt, tiltölulega, næsta vor,“ segir Bogi. „Þannig að það sem er að gerast núna hefur ekki áhrif á okkar langtímaplön og þessa mynd sem við erum að kynna núna en að sjálfsögðu hefur þetta mjög mikil áhrif til skamms tíma, það eru fáir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira