Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 15:20 Donald Trump á fundi með landsambandi bandarískra lögreglumana. EPA/Anna Moneymaker Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40