Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 08:00 „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði systir Trump. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ AP/Andrew Harnik Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“ Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira