Fyrstu deildarlið Kríu í handbolta heldur áfram að safna liði fyrir komandi átök í vetur.
Kristján Orri Jóhannsson gekk í raðir liðsins frá ÍR í gær og nú hefur Sigurður Ingiberg Jónsson verið lánaður á Nesið.
Kría tekur þátt í 1. deildinni í fyrsta sinn í vetur en liðið spilar á Seltjarnanesi.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Sigurður framlengt samning sinn við ÍR og mun verða lánaður á næstu leiktíð til Kríu.
Sigurður hefur verið einn besti markvörður Olís-deildarinnar undanfarin ár en hann er uppalinn hjá FH.
Hann hefur einnig leikið með Val, Stjörnunni og ÍR.
Þá er fjármögnun lokið á dýrasta leikmanni Kríu frá upphafi við kynnum með stolti... #Kría4life pic.twitter.com/4iYe9lP0EL
— Kría - Handbolti (@KHandbolti) August 24, 2020