Stuðningsmenn Barcelona mótmæltu: „Messi má ekki fara og allra síst á þennan hátt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 11:30 Stuðningsmenn Barcelona eru með böggum hildar þessa dagana. getty/Robert Bonet Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00
Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30
Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00
Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23