Breski uppfinningamaðurinn Richard Browning hefur á undanförnum árum staðið í þróun búnings sem gerir honum kleift að fljúga um. Búningurinn, sem kallast JetSuit, notar þotuhreyfla og svipar mikið til búnings Tony Stark í teiknimyndasöguheimi Marvel.
Browning stofnaði svo fyrirtækið Gravity Industries utan um þetta verkefni sitt og er hann duglegur að birta myndir af æfingum sínum og þróunarstarfi á Youtube.
Í síðustu viku birti Browning myndband þar sem hann var að fljúga yfir Ísland. Sagðist hann mjög þakklátur fyrir að geta verið kominn á ról í kjölfar félagsforðunar.
Myndbandið frá Íslandsfluginu má sjá hér að neðan. Þar að neðan eru nokkur myndbönd til viðbótar.