Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 18:15 Króatinn knái er farinn frá Katalóníu. David Ramos/Getty Images Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira