HMS fjallar um kosti og galla óverðtryggðra lána: „Við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 10:35 Í tilkynningu á vef HMS er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig afborganirnar sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum voru afborganirnar um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári voru afborganirnar um 108 þúsund á mánuði og í dag eru þær rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira