Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur yfirgefið herbúðir ítalska úrvalsdeildarliðsins AC Milan. Óvíst er hvort hann snúi aftur.
Zlatan samdi við AC Milan í janúar síðastliðnum og átti samningurinn að renna út nú í sumar. Í kjölfar viðbragða ítalskra stjórnvalda við kórónuveirunni þá hefur Zlatan nú yfirgefið félagið og haldið heim til Svíþjóðar.
Svo segir á sænska miðlinum Expressen.
Flaug hann með einkaflugvél frá Mílanó til Stokkhólms á fimmtudaginn var. Hann ku ætla að vera þar á meðan Milan má ekki æfa. Félagið hefur gefið öllum leikmönnum sínum frí til 23. mars.
Zlatan er ekki á allt sáttur við stjórnendur Milan en félagið rak á dögunum Zvonimir Boban en sá átti stóran þátt í að fá Svíann aftur til félagsins í janúar.
Öllum leikjum ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur verið frestað til 3. apríl næstkomandi en þá verður staðan tekin og ákveðið hvort öruggt sé að hefja leik á ný.