Everton hefur gengið frá kaupunum á franska miðjumanninum Abdoulaye Doucoure frá Watford fyrir 20 milljónir punda.
Doucoure er þriðji miðjumaðurinn sem Everton fær í sumar en áður höfðu hinn kólumbíski James Rodriguez og brasilíski Allan komið. Þar með gæti Carlo Ancelotti stillt upp glænýrri miðju þegar ný leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hefst um helgina, og spurning hvaða hlutverk hann ætlar Gylfa Þór Sigurðssyni í vetur.
Everton's new midfield pic.twitter.com/eW3GO1pOHV
— ESPN FC (@ESPNFC) September 8, 2020
Doucoure er 27 ára gamall og hefur skorað 17 mörk í 141 leik á sínum fjórum árum hjá Watford. Watford vildi í fyrstu fá 35 milljónir punda fyrir leikmanninn en sætti sig við lægra verð, samkvæmt frétt Sky Sports.
New step in my career, very happy to have signed for @Everton. Can t wait to start the new season and achieved all the objective of the club. Come On Blues pic.twitter.com/8kRSN3KU1W
— Abdoulaye Doucouré (@abdoudoucoure16) September 8, 2020