Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2020 14:15 Tiger Woods keppir á vellinum þar sem hann missti fyrst af niðurskurði á risamóti. getty/Gregory Shamus Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag. Golf Opna bandaríska Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira