Of ungur til að vera kosinn maður leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 14:31 Anssumane Fati fagnar öðru marka sinna fyrir Barcelona í gær. Getty/ Pedro Salado Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira