Aðeins einn leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Dominos deild karla í körfubolta þurfti að fara í sóttkví ólíkt því sem var upphaflega greint frá. Vísir hafði eftir Karfan.is að allt lið Þórs Þ. þyrfti að fara í sóttkví en það var ekki rétt.
Haft var eftir áreiðanlegum heimildum Körfunnar.is að leikmaður liðsins hefði greinst með smit og því þyrfti allt liðið að fara í sóttkví þar sem hann hefði umgengist liðsfélaga síðan þá. Nú hefur verið staðfest að aðeins umræddur leikmaður þurfi að fara í sóttkví og því verður engin röskun á fyrstu umferð Dominos deildar karla sem hefst nú á fimmtudag.
Þó leiktíðin sé vart farin af stað eru strax komin upp vandamál en kvennalið Keflavíkur er í sóttkví sem stendur og þurfti að fresta leik liðsins gegn Snæfelli á laugardaginn.
Íþróttadeild Vísis spáir Þór Þorlákshöfn ekki sérstöku gengi í vetur og ekki er þetta til að bæta það sem virðist ætla að vera erfiður vetur nú þegar. Að öllu óbreyttu fer Dominos deild karla þó af stað nú á fimmtudaginn og verður umfjöllun Stöð 2 Sport enn meiri á þessu tímabili en áður.
Má segja með sanni að @St2Sport sé heimili körfuboltans. Í hverri viku verða að jafnaði þrír þættir um körfubolta.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) September 29, 2020
Miðvikudagar: Leikur í beinni í Dominosdeild kvenna.
Fimmtudagar: Körfuboltakvöld kvenna, karlaleikir og Domino s tilþrif
Föstudagar: @korfuboltakvold
Fréttin hefur verið uppfærð.