Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2020 11:58 Garðar Kjartansson, þaulreyndur veitingamaður, hefur skrifað undir tíu ára leigusamning. Hann ætlar að hafa veitinga- og menningarstarfsemi í hinu fornfræga húsi og nafnið heldur sér: Mál og menning. Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“ Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“
Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira