Umhverfisdagur atvinnulífsins, sem haldinn er árlega, er haldinn í dag en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Í ár er viðburðinum eingöngu streymt rafrænt þar sem dagskrá hefst klukkan 8.30 og stendur til að verða 10.
Í tilkynningu frá SA segir að umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verði veitt fyrirtækjum sem hafi staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun – annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins.
Hægt er að fylgjast með dagskránni í spilaranum að neðan.
Dagskrá
Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku
Ávörp flytja:
- Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
- Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV
- Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion
- Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra
- Ari Edwald, forstjóri MS
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins
Forseti Íslands afhendir viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.