Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir mætti á dögunum í dagskrárliðinn Yfirheyrsluna í Brennslunni. Hún var sjálf meðal þáttastjórnanda í þættinum fyrir ekki svo löngu.
Hún fékk spurninguna hver væri furðulegasta venjan og var hún ekki lengi að svar: „Ætli það sé ekki að drekka orkudrykk fyrir svefninn. Ég er að reyna hætta því.“
Júlíana leikur í þáttunum Venjulegt fólk og skrifar einnig handrit þáttanna. Hún átti að velja erfiðasta samstarfsfélagann.
„Ég myndi segja Dóri [Halldór Halldórsson] því hann er allt of klár fyrir mig. Hann er aðeins of klár maður.“
Hún hefur alla tíð ætlað sér að verða leikkona, alveg frá barnsaldri.
Hér að neðan má sjá yfirheyrsluna í heild sinni.