Forsetaframbjóðandi hjá Barcelona vill fá Guardiola aftur til baka til félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 07:30 Pep Guardiola og Lionel Messi upplifðu frábæra tíma saman hjá Barcelona á sínum tíma. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira