Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Svefnseturs HR, heldur fyrirlestur klukkan tólf í dag um vegferðina að hinum eftirsóknarverða styrk frá Horizon 2020 ESB.
Erna er ábyrgðarmaður verkefnisins, Svefnbyltingin, sem hlaut styrkinn en hann hljóðar upp á 15 milljónir evra eða 2,5 milljarða króna, til fjögurra ára.
Erna og reynslumikið þverfaglegt rannsóknarteymi við HR með akademíska starfsmenn við verkfræði-, tölvunar-, íþrótta- og sálfræðideildir HR leiddu umsóknina en auk HR eru í verkefninu 37 samstarfsstofnanir og fyrirtæki í Evrópu og Ástralíu. Þar á meðal íslensku fyrirtækin Nox Medical og Sidekick Health ásamt evrópska svefnrannsóknarfélaginu.
Í fyrirlestrinum mun Erna tala um flókið lærdómsferlið við styrkumsóknina og aðalmarkmið svefnbyltingarverkefnisins.