Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 17:54 Biden hefur góða ástæðu til að vera sigurviss. AP/Paul Sancya Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Sjá meira
Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Sjá meira
Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45