Orri Freyr Hjaltalín hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Þórs Akureyrar sem leikur í Lengjudeild karla. Skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið. Tekur Orri Freyr við starfinu af Páli Viðari Gíslasyni.
Greindu Þórsarar frá þessu í dag.
Orri Freyr er uppalinn Þórsari og lék með liðinu alls þrisvar sinnum á ferli sínum. Lék hann fyrst með liðinu árið 1996 og fór með því alla leið upp í efstu deild árið 2002. Árið 2004 lá leiðin til Grindavíkur þar sem hann gerði garðinn frægan.
Árið 2012 snéri hann aftur á Akureyri og lék með Þór í Pepsi deild karla árin 2012 og 2013. Árið 2015 færði hann svo yfir til Magna á Grenivík og hjálpaði liðinu upp úr 3. deildinni. Árið 2017 sneri hann hann svo enn og aftur til Þórs og lék alls 22 leiki í deild og bikar. Árin 2018 og 2019 færði hann svo sig aftur til Grindavíkur þar sem hann lék með neðstu deildarliði GG.
Eftir alls 368 leiki og 72 mörk í deild, bikar og Evrópu á ferlinum ákvað Orri að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna. Tók hann sér frí nú í sumar en er nú mættur aftur til Þórs, að þessu sinni sem þjálfari.
Þór Akureyri var í 5. sæti Lengjudeildarinnar er öllum Íslandsmótum í knattspyrnu var hætt.