Bankastjórar segja ástandið nú vera mjög ólíkt því sem var í hruninu Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2020 09:52 Lilja Björk Einarsdóttir og Birna Einarsdóttir mætti í Bítið í morgun. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar
Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03
Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59
Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00